Þegar þú smellir á þennan tengil ferðu út af síðu Volkswagen AG. Volkswagen AG gerir ekki tilkall til síðna þriðju aðila sem vísað er í með tenglinum og ber ekki ábyrgð á efni þeirra. Volkswagen hefur engin áhrif á söfnun, vistun eða vinnslu upplýsinga frá þér á þessari síðu. Nánari upplýsingar um þetta koma fram í yfirlýsingu um persónuvernd hjá þeim sem heldur ytri vefsíðunni úti.
A. Ábyrgðaraðili
Það er okkur sönn ánægja að þú heimsækir vefsvæði á vegum Volkswagen AG, Berliner Ring 2, 38440 Wolfsburg, Þýskalandi, skráð hjá fyrirtækjaskrá héraðsdómstóls í Braunschweig undir nr. HRB 100484 („Volkswagen AG“). Hér veitum við upplýsingar um söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga þinna.
B. Almennar upplýsingar
Ávallt er hægt að skoða vefsvæði Volkswagen AG án þess að gefa upp hver notandinn er. Við fáum þá eingöngu eftirfarandi skráningargögn sjálfkrafa:
- Stýrikerfið sem þú notar, vafrann sem þú notar, skjáupplausnina sem þú ert með stillt á og
- dagsetningu og tíma heimsóknar.
Nema annað sé tekið fram hér á eftir fer vinnsla persónuupplýsinga eingöngu fram hjá Volkswagen AG.
C. Söfnun, vinnsla og notkun persónuupplýsinga þinna
I. Notkun vefformsins
Á vefsíðunni privacy.volkswagen.com getur þú notað vefform til að senda inn beiðnir samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (t.d. um aðgang að upplýsingum eða leiðréttingar) varðandi persónuupplýsingar þínar sem unnið er með hjá Volkswagen AG. Við notum upplýsingar sem veittar eru í þessu samhengi (sjá lið „II. Upplýsingar sem unnið er úr“) eingöngu í því skyni að vinna úr beiðni þinni sem og vegna auðkenningar og til að staðfesta upplýsingarnar sem þú gefur upp. Vinnslan fer fram í því skyni að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á Volkswagen AG (sbr. c-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Ef þörf krefur notar Volkswagen AG svokallaða „double-opt-in“-aðferð til þess að staðfesta beiðni þína og netfang þitt. Hún felur í sér að sendur er tölvupóstur á tilgreint netfang þar sem beðið er um staðfestingu. Í tengslum við „double-opt-in“-aðferðina skrásetjum við eftirfarandi upplýsingar:
- IP-tölu, dagsetningu og tíma þegar vefformið er sent
- IP-tölu, dagsetningu og tíma þegar „double-opt-in“-tölvupósturinn er staðfestur
Ef velja þarf öryggisspurningu og svar við henni til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna er beðið um það þegar þú fyllir út vefformið.
Ef þú vilt ekki lengur að Volkswagen AG vinni úr beiðni þinni getur þú afturkallað beiðnina með því að senda tölvupóst á netfangið privacy@volkswagen.de.
Þegar vefformið er notað er komið á dulritaðri tengingu milli tækisins þíns og netþjóns okkar. Öryggisráðstafanir okkar nýta nýjustu tækni og eru stöðugt endurbættar samfara tækniþróun á þessu sviði.
II. Upplýsingar sem unnið er úr
Hér er útskýrt í hvaða tilgangi þarf að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við beiðni:
Nafn: Fullt nafn þitt er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG. Nafnið þitt er jafnframt notað til að bera kennsl á þig og e.t.v. sýna fram á að þú hafir umráð yfir bílnum/bílunum.
Fæðingardagur: Fæðingardagurinn þinn er notaður til að bera kennsl á þig sem og til að greina persónuupplýsingar þínar sem unnið er með. Með því að tengja saman nafn þitt og fæðingardag getum við borið kennsl á þig, þar sem þessar upplýsingar koma alla jafna fram á öllum alþjóðlegum skilríkjum. Þannig getum við tryggt að persónuupplýsingar þínar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila.
Heimilisfang: Heimilisfang þitt (ásamt áskildum upplýsingum: götu, húsnúmeri, póstnúmeri, stað, landi) er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG. Heimilisfang þitt (ásamt ofangreindum áskildum upplýsingum) er jafnframt notað til að bera kennsl á þig og e.t.v. sýna fram á að þú hafir umráð yfir bílnum/bílunum. Auk þess þurfum við e.t.v. að nota heimilisfang þitt til að eiga samskipti við þig bréfleiðis í sambandi við beiðni þína.
Heimilisfang fyrirtækis: Heimilisfang þitt (ásamt áskildum upplýsingum: heiti fyrirtækis, götu, húsnúmeri, póstnúmeri, stað, landi) er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG. Heimilisfang þitt (með ofangreindum áskildum upplýsingum) er jafnframt notað til að bera kennsl á þig sem og e.t.v. til að eiga samskipti við þig bréfleiðis í sambandi við beiðni þína
Volkswagen ID / netfang: Ef þú ert með beiðni sem snýr að persónuupplýsingum sem eru skráðar í miðlæga Volkswagen ID-notandareikningnum og þeim stafrænu þjónustum sem honum tengjast þurfum við að fá netfangið sem þú skráðir fyrir Volkswagen ID-notandareikninginn. Ef þú ert ekki með miðlægan Volkswagen ID-notandareikning getur þú gefið upp netfangið þitt. Volkswagen ID-notandareikningurinn þinn eða netfangið þitt er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG, fyrir „double-opt-in“-aðferðina og til þess að eiga samskipti við þig, t.d. ef spurningar koma upp varðandi fyrirspurnina. Ef þú vilt gefa upp fleiri Volkswagen ID-notandareikninga / netföng skaltu senda inn aðra beiðni um aðgang að upplýsingum.
Starfsmannanúmer: Starfsmannanúmerið þitt er notað til að bera kennsl á þig sem og til að greina persónuupplýsingar þínar sem unnið er með í tengslum við ráðningarsamband þitt. Með því að tengja saman nafn þitt og starfsmannanúmer getum við borið kennsl á þig. Þannig getum við tryggt að persónuupplýsingar þínar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila.
Félag innan samstæðunnar: Ef þú ert eða varst starfsmaður félags innan samstæðunnar þurfum við að fá upplýsingar um hjá hvaða félagi innan samstæðunnar þú starfar eða starfaðir til þess að geta borið kennsl á þig með skjótum og ótvíræðum hætti.
Notandanafn: Þegar þú sækir um starf hjá Volkswagen AG er notandanafnið þitt notað til að bera kennsl á þig sem og e.t.v. til að greina persónuupplýsingar þínar sem unnið er með. Með því að tengja saman nafn þitt og notandanafn getum við borið kennsl á þig. Þannig getum við tryggt að persónuupplýsingar þínar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila.
Númer / auðkenni viðskiptavinar: Ef þú sem skráður einstaklingur hefur gert samning fyrir stórviðskiptavini við Volkswagen AG eða ert starfsmaður hjá flota- eða stórviðskiptavini þurfum við að fá númer/auðkenni þitt sem viðskiptavinar til þess að bera kennsl á þig og greina persónuupplýsingar þínar sem unnið er með í kerfum okkar.
D.U.N.S. Númer / auðkenni B2B-notandasniðs eða notandakenni fyrirtækjasamstæðu: Ef þú ert skráð(ur) sem samstarfsaðili í ONE.Konzern Business Plattform (www.vwgroupsupply.com) og gegnir eða hefur gegnt hlutverki birgis eða þjónustuaðila hjá Volkswagen AG þurfum við að fá auðkenni B2B-notandasniðs eða notandakenni fyrirtækjasamstæðu hjá þér til að bera kennsl á þig og greina hvaða persónuupplýsingar er unnið með hjá Volkswagen AG
Verksmiðjunúmer: Ef þú ert með beiðni sem snýr að persónuupplýsingum þínum sem tengjast tilteknu verksmiðjunúmeri (grindarnúmeri) þurfum við að fá hjá þér viðkomandi verksmiðjunúmer og einnig upplýsingar um tímabilið (upphaf og endi umráða) sem heimildin gildir fyrir. Til að ganga úr skugga um að þú sért með viðeigandi heimild þurfum við að fá frá þér staðfestingu á að þú hafir umráð yfir bílnum eða samþykki/leyfi umráðamanns bílsins (sannvottun). Á skjölunum sem þú leggur fram til staðfestingar á umráðum yfir bílnum skaltu strika yfir þær upplýsingar sem ekki eru nauðsynlegar, sjá Upplýsingablað um hvernig strikað er yfir upplýsingar.
III. Sannvottun þegar um er að ræða útlán á bíl
Til þess að geta veitt þér upplýsingar um persónuupplýsingar fyrir tilgreindan bíl sem þú hefur ekki umráð yfir þurfum við samþykki/leyfi umráðamanns bílsins fyrir afnotatímabilið.
Í þessu skyni notum við yfirlýsingu umráðamanns bílsins um samþykki sem skráð var á vefsíðunni privacy.volkswagen.com (a-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar, c-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) til þess að tengja persónuupplýsingarnar úr bílnum við þig með ótvíræðum hætti. Í tengslum við öflun samþykkis er unnið með eftirfarandi upplýsingar um umráðamann bílsins vegna sannvottunar og mögulegra samskipta í tengslum við úrvinnslu máls þíns: eftirnafn, fornafn, heimilisfang umráðamanns bílsins, verksmiðjunúmer (grindarnúmer) sem og símanúmer eða netfang (valfrjálst).
Fyrir þann sem leggur fram beiðni eru skráðar upplýsingar um nafn, fæðingardag og tímabil notkunar á bílnum svo hægt sé að tengja bílinn við viðkomandi einstakling.
IV. Geymslutími upplýsinga sem tengjast máli
Samskipti við þig eru skjalfest hjá Volkswagen AG í fimm ár, að meðtöldum þeim persónuupplýsingum sem fylgdu fyrirspurn þinni til Volkswagen AG. Vinnslan fer fram á grundvelli hagsmunamats skv. f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Um eftirfarandi hagsmuni Volkswagen AG er þá að ræða: Í tengslum við varðveislutímann gerir skráning upplýsinga sem tengjast máli þínu okkur kleift að fara yfir og vinna hratt úr spurningum og kvörtunum þínum auk þess sem hægt er að notast aftur við auðkenninguna og sannvottunina sem þegar hefur farið fram við nýtingu frekari réttinda skráðs einstaklings og spara þér þannig tíma og fyrirhöfn meðan á varðveislutímanum stendur.
V. Upplýsingar afhentar á stafrænu formi
Þú getur notað niðurhalsgáttina á þessari vefsíðu til þess að sækja upplýsingaskýrslu eða afrit af upplýsingunum með rafrænum hætti. Þú færð aðgang með því að færa inn númer beiðninnar ásamt einnota lykilorði sem við sendum þér í pósti. Ef þú vilt skrá þig inn aftur þarftu af öryggisástæðum að biðja um nýtt einnota lykilorð. Þú getur einnig skráð þig inn með innskráningarupplýsingunum fyrir Volkswagen ID-notandareikninginn þinn.
Ef velja þurfti öryggisspurningu og svar við henni til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna ertu beðin(n) um að svara öryggisspurningunni þegar þú skráir þig inn í niðurhalsgáttina.
Hægt er að hlaða upplýsingunum niður í 30 daga og er þeim síðan eytt sjálfkrafa.
VI. Notkun Volkswagen ID-notandareiknings þíns
Til þess að nota tiltekna eiginleika á vefsíðunni er hægt að nota Volkswagen ID-notandareikning hjá Volkswagen AG, Berliner Ring 2, 38440 Wolfsburg, Þýskalandi, sem er skráð hjá fyrirtækjaskrá héraðsdómstóls (Amtsgericht) í Braunschweig undir númerinu HRB 100484 („Volkswagen AG“). Með Volkswagen ID getur þú skráð þig inn í margs konar þjónustur (t.d. vefsíður eða forrit) á vegum Volkswagen AG eða þriðju aðila. Volkswagen ID gegnir hlutverki miðlægs notandareiknings þar sem þú getur haft umsjón með upplýsingum þínum á miðlægan hátt. Sú vinnsla persónuupplýsinga sem er nauðsynleg vegna þessa fer fram í því skyni að efna samning (sbr. b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Við skráninguna þarftu að gefa upp netfang og lykilorð að eigin vali. Sjá ítarlegu persónuverndaryfirlýsinguna fyrir Volkswagen ID. Hægt er að nálgast hana á https://vwid.vwgroup.io/data-privacy.
Ef notkun tiltekins eiginleika á vefsíðunni krefst upplýsinga úr Volkswagen ID-notandareikningnum þínum vekjum við athygli þína á því hvaða upplýsingum þú þarft að veita heimild fyrir í Volkswagen ID-notandareikningnum þínum fyrir viðkomandi eiginleika eða þjónustu þegar þú skráir þig fyrst inn á vefsíðunni, en heimildin fellur sjálfkrafa úr gildi að þremur árum liðnum.
VII. Auðkenning með POSTIDENT-ferlinu
Ef við getum ekki borið kennsl á þig með ótvíræðum hætti í kerfum Volkswagen AG þarf að grípa til frekari ráðstafana vegna auðkenningar til að tryggja að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi aðilum. Í þessum tilgangi notar Volkswagen AG svokallað POSTIDENT-ferli fyrirtækisins Deutsche Post AG, sem gerir þér kleift að auðkenna þig með myndspjalli eða á pósthúsi innan fjögurra vikna frá því að þér berst tilkynning frá okkur. Að þessu ferli loknu sendir Deutsche Post AG okkur auðkenningarupplýsingar þínar sem við notum eingöngu til að bera kennsl á þig. Þegar búið er að auðkenna þig eyðum við persónuupplýsingum þínum sem unnið var með í tengslum við POSTIDENT-ferlið. Upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá samstarfsaðila okkar á sviði auðkenningar, Deutsche Post AG, í tengslum við POSTIDENT-ferlið er að finna á: https://www.deutschepost.de/en/p/postident/postident-datenschutzhinweise.html.
VIII. Notkun á vinnsluaðilum
Við notumst við þjónustu vinnsluaðila til að uppfylla þær lagaskyldur sem á okkur hvíla og standa vörð um lögmæta hagsmuni okkar. Við höfum gert viðeigandi vinnslusamninga við þessa aðila. Eingöngu er unnið með upplýsingarnar sem þú lætur í té innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Ef upp koma tæknilegar kerfisvillur sem ekki er hægt að leysa úr með venjulegri tækniaðstoð er ekki hægt að útiloka að aðili utan Evrópska efnahagssvæðisins fái aðgang að persónuupplýsingum þínum. Til að tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga gerir Volkswagen AG samninga við þessa viðtakendur í þriðju löndum þar sem öryggi er ekki tryggt með stöðluðum ákvæðum samkvæmt kröfum Evrópusambandsins. Nálgast má upplýsingar um föst samningsákvæði í Evrópusambandinu sem notuð eru á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/de/TXT/?uri=CELEX%3A32021D0914.
Til að vinna úr máli þínu og skjalfesta upplýsingar sem því tengjast eru notaðir eftirtaldir vinnsluaðilar:
- Volkswagen Group Services GmbH
- Salesforce.com Germany GmbH
- Microsoft Ireland Operations Limited
- Volkswagen Software Asset Management GmbH
Til að auðkenna skráða einstaklinga er notaður eftirfarandi vinnsluaðili:
- Deutsche Post AG
Notaðir eru eftirfarandi vinnsluaðilar til að þjónusta tölvukerfi okkar:
- Arlanis Reply AG
- COMbridge IT Consulting GmbH
- NTT DATA Deutschland GmbH
Til að hýsa upplýsingarnar eru notaðir eftirfarandi vinnsluaðilar:
- Salesforce.com Germany GmbH
- Microsoft Ireland Operations Limited
- Volkswagen Software Asset Management GmbH
D. Notkun þjónustusíma vegna öryggisbrests við meðferð persónuupplýsinga
Hægt er að hringja í þjónustusímann til að tilkynna um mögulega öryggisbresti
við meðferð persónuupplýsinga af hálfu Volkswagen AG. Við vinnum með persónuupplýsingar sem þú veitir okkur í gegnum síma eða með rafrænum hætti þegar þú hefur samband og tilkynnir um mögulega öryggisbresti við meðferð persónuupplýsinga. Þetta á einkum við um eftirfarandi upplýsingar:
- nafn þitt,
- póstfang (vinnustaðar eða heimilis),
- aðrar samskiptaupplýsingar, einkum símanúmer og netföng,
- upplýsingar um verkkaupa eða vinnuveitanda, ef við á,
- viðskiptavinar- eða birgisnúmer og önnur auðkennandi atriði,
- frekari upplýsingar sem okkur hafa verið látnar í té um þig í tengslum við öryggisbrest við meðferð persónuupplýsinga.
Í tengslum við tilkynningu þína vinnum við jafnframt úr öðrum upplýsingum sem eru nauðsynlegar til þess að við getum uppfyllt skyldur okkar í tengslum við tilkynningu um öryggisbrest við meðferð persónuupplýsinga eða sem þú lætur okkur í té í því samhengi. Hér er einkum um að ræða:
- upplýsingar úr skriflegum samskiptum (bréfleiðis eða rafrænum) milli þín og okkar,
- upplýsingar úr öðrum samskiptum sem fara fram rafrænt (t.d. í innsláttargluggum) eða símleiðis,
- persónuupplýsingar um þig eða verkkaupa þinn sem við höfum vistað úr gögnum sem þegar voru fyrir hendi hjá Volkswagen AG.
Við vinnum eingöngu með þessar upplýsingar ef það er nauðsynlegt til að uppfylla þær lagaskyldur sem á okkur hvíla eða er nauðsynlegt til að efna samning sem gerður hefur verið við þig eða verkkaupa þinn eða vegna ráðstafana áður en samningur var gerður eða ef við höfum lögmæta hagsmuni af því eða þú hefur veitt samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna.
Við vinnum eingöngu með persónuupplýsingar sem eru aðgengilegar almenningi (t.d. frá opinberum aðilum eða af netinu) ef fyrir því er lagaleg heimild, til dæmis ef slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla þær skyldur sem á okkur hvíla.
I. Tilgangur
Við notum upplýsingar sem veittar eru í þessu samhengi eingöngu í því skyni að vinna úr tilkynningu þinni sem og vegna auðkenningar og til að staðfesta upplýsingarnar sem þú gefur upp (c-liður 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Á okkur sem ábyrgðaraðila í skilningi almennu persónuverndarreglugerðarinnar hvíla víðtækar eftirlits-, tilkynninga- og upplýsingaskyldur skv. 33. og 34. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
II. Miðlun upplýsinga til annarra
Við miðlum persónuupplýsingum þínum ekki áfram til þriðju aðila, nema að
- þú hafir veitt samþykki þitt fyrir slíkri miðlun persónuupplýsinga,
- okkur sé heimilt eða skylt að miðla persónuupplýsingunum samkvæmt lögum og/eða að fyrirskipun yfirvalda eða dómstóla,
- miðla þurfi persónuupplýsingunum áfram til að efna samning.
Hvað þetta varðar vísum við til eftirfarandi miðlunar á persónuupplýsingum:
1. Miðlunar persónuupplýsinga til tengdra fyrirtækja til að rannsaka og verjast öryggisbresti við meðferð persónuupplýsinga
Vegna úrvinnslu sem tengist einkum öryggisbresti við meðferð persónuupplýsinga sem tekur til allrar samstæðunnar miðlum við persónuupplýsingum í einstaka tilvikum áfram til fyrirtækja [í Þýskalandi og á Evrópska efnahafssvæðinu] sem tengjastVolkswagen AG samstæðuréttarlega í skilningi 15. gr. þýskra hlutafélagalaga (AktG).
2. Miðlun persónuupplýsinga til birgja og viðskiptavina
Í einstaka tilvikum miðlum við persónuupplýsingum þínum einnig áfram til birgja og viðskiptavina sem og samstarfsaðila, svo fremi sem slíkt er nauðsynlegt til að ráða bót á eða lágmarka hættu á öryggisbresti við meðferð persónuupplýsinga eða ef þú hefur veitt samþykki fyrir því.
3. Miðlun persónuupplýsinga til opinberra yfirvalda
Ef okkur er skylt að miðla persónuupplýsingum þínum til þar til bærra yfirvalda til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt 33. og 34. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar eða ef þar til bær yfirvöld krefjast þess munum við miðla upplýsingum þínum samkvæmt því.
III. Geymslutími upplýsinga sem tengjast máli
Volkswagen AG vistar samskipti við þig ásamt persónuupplýsingum sem tengjast tilkynningu um mögulega öryggisbresti við meðferð persónuupplýsinga í sex almanaksár og einn dag til viðbótar. Vinnslan fer fram á grundvelli hagsmunamats skv. f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Hagsmunir Volkswagen AG af þessu eru að stofna og verja réttarkröfur.
IV. Notkun á vinnsluaðilum
Við notumst við þjónustu vinnsluaðila til að uppfylla þær lagaskyldur sem á okkur hvíla og standa vörð um lögmæta hagsmuni okkar. Volkswagen Group Services GmbH vinnur úr máli þínu.
E. Notkun á vafrakökum
Volkswagen AG notar mismunandi vafrakökur á vefsíðum sínum. Vafrakökur eru litlar skrár með stillingagögnum sem eru vistaðar í tækinu sem þú notar. Í grundvallaratriðum má skipta vafrakökum niður í þrjá flokka.
- Svokallaðar virknikökur eru nauðsynlegar til þess að vefsíðan virki rétt. Vinnsla á virknikökum er nauðsynleg til þess að gera þér kleift að heimsækja vefsvæðið (sbr. b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
- Heimsókn á vefsíðu er gerð þægilegri með svokölluðum þægindakökum sem vista til dæmis stillingar á tungumáli. Lagagrundvöllur fyrir þægindakökum eru lögmætir hagsmunir (skv. f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Lögmætu hagsmunirnir felast í því að geta boðið upp á þægindi við heimsókn á vefsíðunni. Þú getur andmælt vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er með framvirkum hætti. Frekari upplýsingar um þetta er að finna í lið F. „Réttindi þín“.
- Til þess að búa til notendasnið með gerviauðkenni eru notaðar svokallaðar rakningarkökur. Rakningarkökur eru eingöngu vistaðar þegar notandinn sem heimsækir vefsíðuna hefur veitt samþykki sitt fyrir því (samkvæmt a-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Samþykkið er veitt með svokölluðum kökuborða (e. cookie-banner) sem notandinn þarf að smella á sérstaklega.
Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að afturkalla samþykki er að finna í lið F. „Réttindi þín“.
Frekari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum er að finna í reglum um vafrakökur á vefsíðu okkar privacy.volkswagen.com.
F. Réttindi þín
Þú getur hvenær sem er nýtt þér eftirfarandi rétt þinn gagnvart Volkswagen AG þér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um hvernig þú getur neytt réttar þíns er að finna í lið G.
Réttur til aðgangs að upplýsingum: Þú hefur rétt á að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig vinnslu persónuupplýsinga þinna er háttað.
Réttur til leiðréttingar: Þú hefur rétt á að fara fram á að við leiðréttum rangar eða ófullnægjandi persónuupplýsingar um þig.
Réttur til eyðingar: Þú hefur rétt á að fara fram á að upplýsingum um þig sé eytt, að uppfylltum skilyrðum 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Þú getur þá til dæmis farið fram á að upplýsingum um þig sé eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra. Þú getur einnig farið fram á að upplýsingum sé eytt ef vinnsla okkar á upplýsingunum byggist á samþykki þínu og þú dregur samþykki þitt til baka.
Réttur til takmörkunar á vinnslu: Þú hefur rétt á að fara fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna verði takmörkuð þegar skilyrði 18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar eiga við. Um slíkt er meðal annars að ræða þegar þú vefengir að persónuupplýsingar þínar séu réttar. Þú getur þá farið fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé takmörkuð þar til staðfest hefur verið að þær séu réttar.
Andmælaréttur: Svo fremi sem vinnslan fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Volkswagen AG eða þriðja aðila, í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds átt þú rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna vegna sérstakra aðstæðna þinna. Ef þú andmælir vinnslu persónuupplýsinga þinna biðjum við þig að tilgreina ástæðurnar fyrir andmælunum.
Þú hefur jafnframt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í þágu beinnar markaðssetningar. Þetta á einnig við um gerð persónusniðs, að því marki sem hún tengist beinni markaðssetningu.
Réttur til að flytja eigin gögn: Ef vinnsla persónuupplýsinga byggist á samþykki eða samningsefndum og er jafnframt sjálfvirk hefur þú rétt á að fá persónuupplýsingar þínar á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og senda þær til annars vinnsluaðila.
Réttur til að draga samþykki til baka: Ef vinnsla persónuupplýsinganna byggist á samþykki hefur þú hvenær sem er rétt á að draga samþykki þitt til baka með framvirkum hætti, þér að kostnaðarlausu.
Réttur til að leggja fram kvörtun: Þú hefur jafnframt rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi (t.d. Persónuvernd) vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Að öðru leyti getur þú látið reyna á rétt þinn fyrir dómstól á sviði einkamálaréttar.
G. Tengiliðir þínir
Tengiliðir þínir vegna nýtingar réttar þíns
Tengiliðir vegna nýtingar réttar þíns og frekari upplýsinga koma fram á vefsíðunni privacy.volkswagen.com.
Persónuverndarfulltrúi
Persónuverndarfulltrúi okkar er tengiliður þinn vegna málefna sem tengjast persónuvernd:
Datenschutzbeauftragter der Volkswagen AG
Berliner Ring 2
38440 Wolfsburg
ÞÝSKALAND
dataprivacy@volkswagen.de
Gildir frá: maí 2024