Hlutar vefsíðunnar birtast hugsanlega ekki rétt. Það getur verið vegna þess að JavaScript hefur verið gert óvirkt í vafranum þínum eða vegna þess að vafrinn er ekki í nýjustu útgáfu eða styður ekki síðuna okkar. Virkjaðu JavaScript eða prófaðu að opna síðuna í öðrum vafra, t.d. Chrome, Firefox eða Safari. Þú getur einnig snúið þér til persónuverndarteymis notendaþjónustu Volkswagen.

Ef þú ert eða hefur verið með samning fyrir stórviðskiptavini hjá Volkswagen AG og ert starfsmaður hjá flota- eða stórviðskiptavini hjá Volkswagen AG og ert skráð(ur) hjá okkur í tengslum við það viðskiptasamband veitum við þér yfirsýn yfir réttindi þín samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni á þessari síðu sem og upplýsingar um það hvernig þú getur neytt réttar þíns gagnvart Volkswagen AG.

Þú hefur rétt á að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig vinnslu persónuupplýsinga þinna er háttað.

Hvernig sendi ég inn beiðni?

Hægt er að senda inn beiðni til Volkswagen AG eftir mismunandi leiðum, allt eftir lagalegum forsendum. Til að senda inn beiðni um aðgang að upplýsingum skaltu nota vefformið.

Hvernig fara auðkenning og sannvottun fram?

Um leið og beiðni þín berst reynum við að bera kennsl á þig með kerfum okkar. Ef það tekst ekki strax sendum við þér beiðni um að auðkenna þig. Þú hefur þá fjórar vikur til að auðkenna þig með PostIdent-þjónustu samstarfsaðila okkar Deutsche Post. Frekari upplýsingar er að finna á:

Ef þú hefur sent inn beiðni varðandi bifreiðargögn þarf sannvottun að fara fram. Þú þarft þá að leggja fram viðeigandi gögn til staðfestingar, eins og verksmiðjunúmer (grindarnúmer) bílsins og staðfestingu á umráðum yfir bílnum.

Hvað tekur upplýsingaöflunin langan tíma?

Það tekur að minnsta kosti einn mánuð og í mesta lagi þrjá mánuði að vinna úr beiðni eftir að hún berst.

Hvernig fæ ég svar?

Þegar unnið hefur verið úr beiðni þinni færðu svar annaðhvort á stafrænu formi eða bréfleiðis.

Þú hefur rétt á að fara fram á að við leiðréttum rangar eða ófullnægjandi persónuupplýsingar um þig.

Hér getur t.d. verið um að ræða rangfærslur í grunnupplýsingum þínum og þarf þá yfirleitt ekki að leggja fram frekari gögn til sönnunar þegar þær eru leiðréttar.

Ef þú vilt breyta nafninu þínu, t.d. vegna hjónabands, þarf að leggja fram gögn því til sönnunar.

Hvernig getur þú nýtt þennan rétt?
Til að senda inn beiðni til okkar skaltu nota vefformið eða samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Þú hefur rétt á að fara fram á að upplýsingum um þig sé eytt, að uppfylltum skilyrðum 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Þú getur þá til dæmis farið fram á að upplýsingum um þig sé eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra. Þú getur einnig farið fram á að upplýsingum sé eytt ef vinnsla okkar á upplýsingunum byggist á samþykki þínu og þú dregur samþykki þitt til baka.

Við mælum með því að þú sendir inn beiðni til að nýta rétt þinn til eyðingar eftir að þú hefur fengið yfirlit yfir persónuupplýsingar þínar. Í þessu tilviki skaltu senda okkur beiðni um eyðingu og láta fylgja með númer fyrri beiðni um aðgang að upplýsingum.

Ef þú hefur ekki sent inn beiðni um aðgang að upplýsingum skaltu senda okkur skýringu á eyðingarbeiðninni, ef mögulegt er tiltekinni vinnslu, ásamt upplýsingum um þig (að minnsta kosti fornafn, eftirnafn, heimilisfang og fæðingardag).

Hvernig getur þú nýtt þennan rétt?
Til að senda inn beiðni til okkar skaltu nota vefformið eða samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Þú hefur rétt á að fara fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna verði takmörkuð þegar skilyrði 18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar eiga við. Um slíkt er meðal annars að ræða þegar þú vefengir að persónuupplýsingar þínar séu réttar. Þú getur þá farið fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé takmörkuð þar til staðfest hefur verið að þær séu réttar.

Hvernig getur þú nýtt þennan rétt?
Til að senda inn beiðni til okkar skaltu nota vefformið eða samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Svo fremi sem vinnslan fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Volkswagen AG eða þriðja aðila, í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds átt þú rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna vegna sérstakra aðstæðna þinna. Ef þú andmælir vinnslu persónuupplýsinga þinna biðjum við þig að tilgreina ástæðurnar fyrir andmælunum.
Þú hefur jafnframt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í þágu beinnar markaðssetningar. Þetta á einnig við um gerð persónusniðs, að því marki sem hún tengist beinni markaðssetningu.

Hvernig getur þú nýtt þennan rétt?
Til að senda inn beiðni til okkar skaltu nota vefformið eða samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Ef vinnsla persónuupplýsinga byggist á samþykki eða samningi og er jafnframt sjálfvirk hefur þú samkvæmt 20. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar rétt á að fá persónuupplýsingar þínar á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og senda þær til annars vinnsluaðila.

Hvernig getur þú nýtt þennan rétt?
Til að senda inn beiðni til okkar skaltu nota vefformið eða samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Ef vinnsla persónuupplýsinganna byggist á samþykki hefur þú hvenær sem er rétt á að draga samþykki þitt til baka með framvirkum hætti, þér að kostnaðarlausu.

Hvernig getur þú nýtt þennan rétt?
Til að senda inn beiðni til okkar skaltu nota vefformið eða samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Þú hefur jafnframt rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi (t.d. Persónuvernd) vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Að öðru leyti getur þú látið reyna á rétt þinn fyrir dómstól á sviði einkamálaréttar.

Tengiliður þinn: Persónuverndarteymi notendaþjónustu Volkswagen

Póstfang:         Sími:   Alþjóðlegt símanúmer: Netfang:
Póstfang: Volkswagen AG Team Datenschutz Berliner Ring 2 38440 Wolfsburg
ÞÝSKALANDI
Sími: +49 (0) 5361-9-15010 +49 (0) 800-8932836724889 (0800-VWDATENSCHUTZ) Alþjóðlegt símanúmer: 00800-8932836724889 (00800-VWDATENSCHUTZ) Netfang: privacy@volkswagen.de