Þegar þú smellir á þennan tengil ferðu út af síðu Volkswagen AG. Volkswagen AG gerir ekki tilkall til síðna þriðju aðila sem vísað er í með tenglinum og ber ekki ábyrgð á efni þeirra. Volkswagen hefur engin áhrif á söfnun, vistun eða vinnslu upplýsinga frá þér á þessari síðu. Nánari upplýsingar um þetta koma fram í yfirlýsingu um persónuvernd hjá þeim sem heldur ytri vefsíðunni úti.
A. Ábyrgðaraðili
Það er okkur sönn ánægja að þú heimsækir vefsvæði á vegum Volkswagen AG, Berliner Ring 2, 38440 Wolfsburg, Þýskalandi, skráð hjá fyrirtækjaskrá héraðsdómstóls í Braunschweig undir nr. HRB 100484 („Volkswagen AG“). Hér veitum við upplýsingar um söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga þinna.
B. Almennar upplýsingar
Ávallt er hægt að skoða vefsvæði Volkswagen AG án þess að gefa upp hver notandinn er. Við fáum þá eingöngu eftirfarandi skráningargögn sjálfkrafa:
- stýrikerfið sem þú notar, vafrann sem þú notar, skjáupplausnina sem þú ert með stillt á og
- dagsetningu og tíma heimsóknar.
Nema annað sé tekið fram hér á eftir fer vinnsla persónuupplýsinga eingöngu fram hjá Volkswagen AG.
C. Söfnun, vinnsla og notkun persónuupplýsinga þinna
I. Notkun vefformsins
Á þessari vefsíðu getur þú notað vefform til að senda inn beiðnir samkvæmt almennu persónuverndarreglugerðinni (t.d. um aðgang að upplýsingum eða leiðréttingar) varðandi persónuupplýsingar þínar sem unnið er með hjá Volkswagen AG. Við notum upplýsingar sem veittar eru í þessu samhengi (eftirnafn, fornafn, DUNS-númer, vinnunetfang, B2B-notandakenni, heiti og heimilisfang fyrirtækis sem og valfrjálsar upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, notandakenni fyrirtækjasamstæðu (Windows-kenni) og heimilisfang) eingöngu í því skyni að vinna úr beiðni þinni sem og vegna auðkenningar og til að staðfesta upplýsingarnar sem þú gefur upp (c-liður 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
Ef þú vilt ekki lengur að Volkswagen AG vinni úr beiðni þinni getur þú afturkallað beiðnina með því að senda tölvupóst á netfangið datenschutz@vwgroupsupply.com.
Þegar vefformið er notað er komið á dulritaðri tengingu milli tækisins þíns og netþjóns okkar. Öryggisráðstafanir okkar nýta nýjustu tækni og eru stöðugt endurbættar samfara tækniþróun á þessu sviði.
II. Upplýsingar sem unnið er úr
Hér er útskýrt í hvaða tilgangi þarf að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við beiðni:
Nafn: Fullt nafn þitt er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG. Nafnið þitt er jafnframt notað til að bera kennsl á þig.
Fæðingardagur: Fæðingardagurinn þinn er notaður til að bera kennsl á þig sem og til að greina persónuupplýsingar þínar sem unnið er með. Með því að tengja saman nafn þitt og fæðingardag getum við borið kennsl á þig, þar sem þessar upplýsingar koma alla jafna fram á öllum alþjóðlegum skilríkjum. Þannig getum við tryggt að persónuupplýsingar þínar komist ekki í hendur óviðkomandi aðila.
Heimilisfang fyrirtækis: Heimilisfang þitt (ásamt áskildum upplýsingum: DUNS-númeri, heiti fyrirtækis, götu, húsnúmeri, póstnúmeri, stað, landi) er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG. Heimilisfang þitt (með ofangreindum áskildum upplýsingum) er jafnframt notað til að bera kennsl á þig sem og e.t.v. til að eiga samskipti við þig bréfleiðis í sambandi við beiðni þína.
Notandakenni fyrirtækjasamstæðu (Windows-kenni) / B2B-notandakenni / vinnunetfang: Ef þú ert með beiðni sem snýr að persónuupplýsingum þínum á ONE.KBP að meðtöldum þeim notandasniðum sem þú hefur t.d. sem starfsmaður hjá samstarfsaðila þurfum við að fá netfangið sem er skráð fyrir notandakenni þínu fyrir fyrirtækjasamstæðuna. Notandakenni þitt fyrir fyrirtækjasamstæðuna eða netfangið þitt er notað til að greina persónuupplýsingarnar sem unnið er með innan Volkswagen AG sem og til þess að eiga samskipti við þig, t.d. ef spurningar koma upp varðandi fyrirspurnina.
Ef þú vilt gefa upp fleiri Volkswagen ID-notandareikninga / netföng skaltu senda inn aðra beiðni um aðgang að upplýsingum.
III. Geymslutími upplýsinga sem tengjast máli
Samskipti við þig eru skjalfest hjá Volkswagen AG í fimm ár, að meðtöldum þeim persónuupplýsingum sem fylgdu fyrirspurn þinni til Volkswagen AG. Vinnslan fer fram á grundvelli hagsmunamats skv. f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Um eftirfarandi hagsmuni Volkswagen AG er þá að ræða: Í tengslum við varðveislutímann gerir skráning upplýsinga sem tengjast máli þínu okkur kleift að fara yfir og vinna hratt úr spurningum og kvörtunum þínum auk þess sem hægt er að notast aftur við auðkenninguna og sannvottunina sem þegar hefur farið fram við nýtingu frekari réttinda skráðs einstaklings og spara þér þannig tíma og fyrirhöfn meðan á varðveislutímanum stendur.
IV. Upplýsingar afhentar á stafrænu formi
Þú getur notað niðurhalsgáttina á þessari vefsíðu til þess að sækja upplýsingaskýrslu eða afrit af upplýsingunum með rafrænum hætti. Þú færð aðgang með því að færa inn númer beiðninnar og einnota lykilorð sem við sendum þér í pósti. Ef þú vilt skrá þig inn aftur þarftu af öryggisástæðum að biðja um nýtt einnota lykilorð. Hægt er að hlaða upplýsingunum niður í 30 daga og er þeim síðan eytt sjálfkrafa.
V. Notkun á vinnsluaðilum
Við notumst við þjónustu vinnsluaðila til að uppfylla þær lagaskyldur sem á okkur hvíla og standa vörð um lögmæta hagsmuni okkar. Eingöngu er unnið með upplýsingarnar sem þú lætur í té innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Ef upp koma tæknilegar kerfisvillur sem ekki er hægt að leysa úr með venjulegri tækniaðstoð er ekki hægt að útiloka að aðili utan Evrópska efnahagssvæðisins fái aðgang að persónuupplýsingum þínum. Í þessum tilvikum höfum við gert viðeigandi öryggisráðstafanir með stöðluðum samningsákvæðum samkvæmt kröfum Evrópusambandsins. Nálgast má upplýsingar um samningsákvæðin sem notuð eru á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32010D0087.
Til að vinna úr máli þínu og skjalfesta upplýsingar sem því tengjast eru notaðir eftirtaldir vinnsluaðilar:
- Volkswagen Group Services GmbH
- Salesforce.com Germany GmbH
- Volkswagen Software Asset Management GmbH
Notaðir eru eftirfarandi vinnsluaðilar til að þjónusta tölvukerfi okkar:
- Reply AG
- COMbridge IT Consulting GmbH
- NTT DATA Deutschland GmbH
D. Notkun á vafrakökum
Volkswagen AG notar mismunandi vafrakökur á vefsíðum sínum. Vafrakökur eru litlar skrár með stillingagögnum sem eru vistaðar í tækinu sem þú notar. Í grundvallaratriðum má skipta vafrakökum niður í þrjá flokka.
- Svokallaðar virknikökur eru nauðsynlegar til þess að vefsíðan virki rétt. Vinnsla á virknikökum er nauðsynleg til þess að gera þér kleift að heimsækja vefsvæðið (sbr. b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
- Heimsókn á vefsíðu er gerð þægilegri með svokölluðum þægindakökum sem vista til dæmis stillingar á tungumáli. Lagagrundvöllur fyrir þægindakökum eru lögmætir hagsmunir (skv. f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Lögmætu hagsmunirnir felast í því að geta boðið upp á þægindi við heimsókn á vefsíðunni. Þú getur andmælt vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er með framvirkum hætti. Frekari upplýsingar um þetta er að finna í lið F. „Réttindi þín“.
- Til þess að búa til notendasnið með gerviauðkenni eru notaðar svokallaðar rakningarkökur. Rakningarkökur eru eingöngu vistaðar þegar notandinn sem heimsækir vefsíðuna hefur veitt samþykki sitt fyrir því (samkvæmt a-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Samþykkið er veitt með svokölluðum kökuborða (e. cookie-banner) sem notandinn þarf að smella á sérstaklega. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að afturkalla samþykki er að finna í lið E. „Réttindi þín“.
Frekari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum er að finna í reglum okkar um vafrakökur.
E. Réttindi þín
Þú getur hvenær sem er nýtt þér eftirfarandi rétt þinn gagnvart Volkswagen AG þér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um hvernig þú getur neytt réttar þíns er að finna í lið F.
Réttur til aðgangs að upplýsingum: Þú hefur rétt á að fá upplýsingar frá okkur um það hvernig vinnslu persónuupplýsinga þinna er háttað.
Réttur til leiðréttingar: Þú hefur rétt á að fara fram á að við leiðréttum rangar eða ófullnægjandi persónuupplýsingar um þig.
Réttur til eyðingar: Þú hefur rétt á að fara fram á að upplýsingum um þig sé eytt, að uppfylltum skilyrðum 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Þú getur þá til dæmis farið fram á að upplýsingum um þig sé eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra. Þú getur einnig farið fram á að upplýsingum sé eytt ef vinnsla okkar á upplýsingunum byggist á samþykki þínu og þú dregur samþykki þitt til baka.
Réttur til takmörkunar á vinnslu: Þú hefur rétt á að fara fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna verði takmörkuð þegar skilyrði 18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar eiga við. Um slíkt er meðal annars að ræða þegar þú vefengir að persónuupplýsingar þínar séu réttar. Þú getur þá farið fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé takmörkuð þar til staðfest hefur verið að þær séu réttar.
Andmælaréttur: Svo fremi sem vinnslan fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Volkswagen AG eða þriðja aðila, í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds átt þú rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna vegna sérstakra aðstæðna þinna. Ef þú andmælir vinnslu persónuupplýsinga þinna biðjum við þig að tilgreina ástæðurnar fyrir andmælunum.
Þú hefur jafnframt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í þágu beinnar markaðssetningar. Þetta á einnig við um gerð persónusniðs, að því marki sem hún tengist beinni markaðssetningu.
Réttur til að flytja eigin gögn: Ef vinnsla persónuupplýsinga byggist á samþykki eða samningsefndum og er jafnframt sjálfvirk hefur þú rétt á að fá persónuupplýsingar þínar á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og senda þær til annars vinnsluaðila.
Réttur til að draga samþykki til baka: Ef vinnsla persónuupplýsinganna byggist á samþykki hefur þú hvenær sem er rétt á að draga samþykki þitt til baka með framvirkum hætti, þér að kostnaðarlausu.
Réttur til að leggja fram kvörtun: Þú hefur jafnframt rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi (t.d. Persónuvernd) vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Að öðru leyti getur þú látið reyna á rétt þinn fyrir dómstól á sviði einkamálaréttar.
F. Tengiliðir þínir
Tengiliðir þínir vegna nýtingar réttar þíns
Tengiliðir vegna nýtingar réttar þíns og frekari upplýsinga koma fram á vefsíðunni privacy.volkswagen.com.
Persónuverndarfulltrúi
Persónuverndarfulltrúi okkar er tengiliður þinn vegna málefna sem tengjast persónuvernd:
Datenschutzbeauftragter der Volkswagen AG
Berliner Ring 2
38440 Wolfsburg
ÞÝSKALAND
dataprivacy@volkswagen.de
Gildir frá: maí 2023